Jólatvífari Gísla Marteins fundinn

Gísli Marteinn Baldursson sendir reglulega frá sér ansi skemmtilegt fréttabréf þar sem hann fer yfir það sem á daga sína drífur. Gísli hefur stundað nám við Harvard-háskóla í vetur og bandarískir vinir hans hafa fundið sérstakan jólatvífara hans.

Gísli fer yfir málið í fréttabréfinu:

Þessi gaur hérna fyrir ofan er aðalleikarinn í bandarískri mynd sem heitir A Christmas Story og ALLIR Bandaríkjamenn virðast horfa á fyrir jólin. MJÖG mörgum vinum mínum hér finnst fyndnast í heimi að ég skuli líta út eins og hann. Ég set mig bara í JC skapið og tek þessu öllu vel. Það eru ekki alltaf jólin.

Myndin var frumsýnd árið 1983 og leikarinn sem er alveg eins og Gísli heitir Peter Billingsley. Hann fór með hlutverk Ralphie í myndinni.

Líkir?

Árið var annars ansi viðburðaríkt hjá Gísla og í raun alveg ótrúlegt, að hans sögn:

„Fyrri hlutinn fór í vinnu við Sunnudagsmorgun. Við gerðum marga frábæra þætti, fengum gott áhorf. Viðtalið við Sigmund Davíð var auðvitað eftirminnilegt – en ekki síður viðtöl sem settu mikilvæg mál á dagskrá og ég er stoltur af,“ skrifar hann.

„Fyrir utan þáttinn gerði ég allskonar. Talaði um borgarskipulag, túristagildrur og Kópavog. Hélt mitt fyrsta TED erindi á TEDx Reykjavík. Fór á HM í Brasilíu (og í fyrsta skipti suður fyrir miðbaug). Tók upp nýja þáttaröð sem sýnd verður á rúv í vetur. Ég opnaði kaffihús með vinum mínum, sem var og er stórkostlegt ævintýri og í raun stórt samfélagsverkefni sem gengur út á að auka lífsgæðin í borginni. Og flutti svo til Boston.“

Auglýsing

læk

Instagram