Jón Gnarr lék á Mannanafnanefnd

Auglýsing

Jón Gnarr getur breytt nafninu sínu löglega úr Jón Gnarr Kristinsson í Jón Gnarr. Það getur hann gert í dómshúsinu í Houston, þar sem hann starfar sem sérstakur rithöfundur við orku- og umhverfisrannsóknarmiðstöð vísindadeildar Rice háskóla í Houston (CENHS). Jón segir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Sjá einnig: Vilja leggja niður Mannanafnanefnd

Mannanafnanefnd hafnaði beiðni Jóns í fyrra um að taka Gnarr upp sem eftirnafn. Þá óskaði hann eftir því að fella niður kenninafnið Kristinsson og breyta millinafni sínu, Gnarr, í eftirnafn. Hann vildi semsagt heita Jón Gnarr en ekki Jón Gnarr Kristinsson. Í dag getur draumur hans ræst, fyrir tilstilli bandarískra stjórnvalda:

Ég er nú kominn með bandaríska kennitölu. Hún gefur mér rétt til að fara í dómshúsið hér í Houston og breyta nafninu mínu úr Jón Gnarr Kristinsson í Jón Gnarr og ætti þá að njóta sömu undanþágu og innflytjendur á Íslandi, til að fá að halda sínum ættarnöfnum. Það er lítið mál og kostar um 100 dollara. Ég hef þegar rætt við vinkonu mína sem er lögfræðingur hér.

Jón hefur lengi barist gegn lögum um mannanöfn á Íslandi.

Auglýsing

Í desember árið 2012 sagði hann að lögin væru einhver mestu ólög sem finnast hér á landi á. „Ekki eru þau bara kjánaleg heldur mismuna þau fólki,“ sagði hann í athugasemd undir pistli á Eyjunni.

Í júlí í fyrra spurði hann á Facebook-síðu sinni hverskonar lög það eru sem mismuna fólki á þennan hátt „Afhverju má td. Elin Hirst bera ættarnafnið Hirst en ég ekki Gnarr? Er Hirst flottara? Íslenskara? Eru öll dýrin jöfn en bara sum jafnari en önnur?“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram