Auglýsing

Kannabislauf á umferðarljósum í Reykjavík

Óprúttnir aðilar hafa breytt umferðarljósum í austurborginni  við gatnamót Langholtsvegar og Álfheima á þann hátt að þegar græna ljósið kviknar birtist grænt kannabislauf í stað græna hringsins sem er vanalega. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.

Páll Sigurðsson hjá Reykjavíkurborg segir í samtali við RÚV að skemmdarverk af þessu tagi séu ekki algeng enda sé um mikilvæg öryggistæki að ræða og flestir geri sér grein fyrir því. Það verði strax farið í að koma umferðarljósunum í eðlilegt stand.

„Við fjarlægjum svona lagað strax, sama hvaða mynd er sett. Það er mjög sjaldgæft svona komi upp og heyrir algjörlega til undantekninga,” segir Páll í samtali við RÚV.

Búið er að stensla yfir græna ljósið og því birtist kannabislaufið ökumönnum. Páll segir að vanalega séu umferðarljós eitt af því fáu sem fær að vera í friði fyrir skemmdarverkum.

„Þetta er náttúrulega öryggisatriði. Það er heilbrigð skynsemi að vera ekki að fikta í þessu og flestir hafa vit á því að vera ekki að fikta í þessu“, segir Páll.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing