today-is-a-good-day

Kanye West biðst afsökunar á ummælum sínum um þrælahald

Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur beðist afsökunar á nokkrum umdeildum atvikum sem áttu sér stað í upphafi árs. Hann var gestur í útvarpsþættinum WGCI 107,5 í Chicago í Bandaríkjunum í gær og baðst meðal annars afsökunar á ummælum sínum um þrælahald.

Fyrr á árinu lét Kanye þau ummæli falla í þætti TMZ að þrælahald svartra hljómi eins og val.  „Þegar þú heyr­ir um þræla­hald í 400 ár…400 ár? Það hljóm­ar eins og val,“ sagði hann.

Hann baðst einnig afsökunar á því að hafa tíst mynd af sér með MAGA derhúfu til stuðnings Donald Trump forseta Bandaríkjanna.

„Ég hef aldrei náð að tala um þrælahalds ummæli mín almennilega. Ég biðst afsökunar á því að hafa brugðist fólki með þessum ummælum. Ég hefði átt að koma upplýsingunum öðruvísi frá mér.”

Kanye brast svo í grát og þáttastjórnendur líka. Hann sagðist þakklátur fyrir ástina sem aðdáendur hans hafi sýnt honum.

Kanye West cries live on WGCI during a long awaited apology for his recent statements.

Kanye West cries live on WGCI during a long awaited apology for his recent statements.Tune in to the WGCI Morning Show with Leon Rogers, Kendra G and Kyle tomorrow for part two of our EXCLUSIVE Kanye West Interview! WGCI.com?: ACThePlug

Posted by WGCI 107.5 Radio on Miðvikudagur, 29. ágúst 2018

Auglýsing

læk

Instagram