Kattaránið eins og atriði úr kvikmynd

Fjórum hreinræktuðum Bengal köttum var stolið úr skemmu við bæinn Nátthaga í Ölfusi í gærkvöldi. Eigandi kattanna metur tjónið á um það bil tvær milljónir króna. Bengalkettir líta svona út:

Atburðarrásin minnir helst á kvikmynd. Ólafur Njálsson, eigandi kattanna og ábúandi á Nátthaga, telur að ránið hafi átt sér stað seint í gærkvöldi. Á Vísi segir hann fótsporin í snjónum eftir kvenmannsdót, númer 38 eða 39. Hann telur að þjófarnir hafi verið tveir og að þau hafi fest bílinn sem þau voru á.

Það er ekki slæm líking, sbr. Fargo:

fargo

Þjófarnir virðast hafa lent í miklu veseni, miðað við það sem haft eftir Ólafi á Vísi:

Karlinn náði í verkfæri og skóflur og braut hjá mér þrjár skóflur við að moka snjó frá bílnum sínum og koma sér upp á þjóðveg aftur. Á leiðinni upp festu þau sig aftur og þar finn ég snærisbút sem virðist hafa slitnað þannig að það virðast hafa verið tveir bílar og að hinn hafi verið að draga þennan upp.

Í hjólförunum fann hann bláan brjóstahaldara í stærð 34D, sem hafði rifnað í sundur. Hafði hann verið settur undir annað hjólið. Í hinu hjólfarinu voru þunnar bómullarbuxur,  gráar með svörtu hlébarðamynstri.

sonnunargogn

Einhvern veginn svona eru sönnunargögn málsins.

Auglýsing

læk

Instagram