Kenneth Máni hringdi í Útvarp sögu

Kenneth Máni hafði ýmislegt ræða um við Pétur Gunnlaugsson í liðnum Línan er laus á Útvarpi sögu í gær. Hlustaðu hér fyrir neðan.

Uppfært kl. 12.45: Nú hefur komið í ljós að Logi Bergmann skoraði á Björn að taka Útvarps sögu prófið: Hversu lengi hann gæti haldið línunni – án samhengis. Björn Thors verður gestur Loga í þætti þess síðarnefnda á Stöð 2 í kvöld.

Leikarinn Björn Thors hringdi í beina útsendingu á Útvarpi Sögu í gær sem karakterinn Kenneth Máni. Fólk þekkir Kenneth Mána úr þáttunum Fangavaktinni og af sviði Borgarleikhússins.

„Svona menn sem eru að hringja til þín verða að hafa smá tilhneigingu,“ sagði Kenneth þegar hann ræddi um aðra sem hringdu inn á Útvarp sögu.

Hann velti svo fyrir sér skjaldborginni og gagnrýndi stjórnvöld fyrir að útvega sér ekki vinnu. „Maður er bara fólkið í landinu einhvern veginn. Svo fær maður ekki einu sinni skuldaleiðréttingu fyrr en maður er alveg búinn með allt.“

Þá gagnrýndi hann stjórnvöld fyrir að skattleggja tekjur sínar. „Hvar er skjaldborgin þá?“ spurði Kenneth og Pétur tók undur það: „Já, hvar er skjaldborgin gagnvart skattmann?“

Þá fannst Kenneth óréttlátt að þurfa að greiða skatta þegar hann er búinn að taka út refsingu sína í fangelsi. „Hvar er réttlætingin í því?“ spurði hann.

Hlustið á Kenneth Mána hringja í þátt Péturs Gunnlaugssonar hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram