https://www.xxzza1.com

Ákærður fyrir hatursorðræðu í nafni konu sinnar

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru um í kommentakerfi DV. Ummælin beindust gegn Semu Erlu Serdar og birtust undir nafni eiginkonu hins ákærða. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.

Maðurinn lét ummælin falla við frétt um að Sema hefði verið sökuð um herferð gegn Útvarpi Sögu. Undir fréttinni var skrifað:„Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna).“ 

Í ákærunni eru þessi ummæli talin fela í sér sér ógnun, háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna trúarbragða þeirra, að því er segir í frétt Fréttablaðsins

Ummælin voru ekki kærð heldur hafði lögreglan í Vestmannaeyjum frumkvæði að rannsókn og ákæru í málinu. Sema segist í samtali við Fréttablaðið ætla að sjá hver niðurstaðan í málinu verði áður en hún ákveði hvort hún muni sjálf leita réttar síns vegna ummælanna. Aðalmeðferð í málinu fer fram í dag.

Auglýsing

læk

Instagram