Keypti rétt á lyfi sem hjálpar alnæmissjúklingum og hækkaði verð á töflunni úr 13 í 750 dali

Fyrirtækið Turning Pharmaceuticals hefur keypt réttinn á framleiðslu lyfsins Daraprim. Lyfið er meðal annars notað til að meðhöndla sjúklinga með mjög veikt ónæmiskerfi, til dæmis fólk með alnæmi.

Maðurinn á bakvið fyrirtækið, hinn 32 ára gamli Martin Shkreli, er á góðri leið með að verða hataðisti maðurinn á internetinu þar sem hann hækkaði verðið á lyfinu margfalt í byrjun vikunnar — taflan fór úr 13,5 dölum í 750 dali. Semsagt úr rúmum 1.700 krónum í rúmlega 96 þúsund. Þetta kemur fram á vef New York Times.

Á Mashable kemur fram að Daraprim sé að mestu notað til að meðhöndla kornabörn og fólk með mjög veikt ónæmiskerfi. Lyfið hefur verið notað í 62 ár og er meðal annars notað til að meðhöndla fólk með alnæmi og aðra lífshættulega sjúkdóma.

Mashable greinir einnig frá mikilli reiði í garð Shkreli, sem lætur engan bilbug á sér finna. Hann segir verðhækkunina vera til að fjármagna þróun á nýjum lyfjum og vísar gagnrýni á bug með hjálp lags Eminem, The Way I Am.

https://twitter.com/MartinShkreli/status/645783632834076672?ref_src=twsrc%5Etfw

Shkreli stofnaði vogunarsjóðinn MSMB Capital og í umfjöllun New York Times kemur fram að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann tekur umdeildar ákvarðanir.

Það vakti til að mynda mikla athygli þegar hann hvatti matvælaeftirlit Bandaríkjanna til að hafna lyfjum frá fyrirtækjum sem hann var að skortselja hlutabréf í.

Auglýsing

læk

Instagram