Khloé Kardashian þakkar stuðninginn í kjölfar framhjáhaldsins

Auglýsing

Khloé Kardashian kann að meta gríðarlegan stuðning aðdáenda sinna eftir að upp komst um framhjáhald barnsföður hennar Tristan Thompson. Framhjáhaldið var að þessu sinni með bestu vinkonu Kylie Jenner hinni 21 árs gömlu Jordyn Woods. Kylie, sem eins og flestir vita er systir Khloé, og Jordyn hafa verið óaðskiljanlegar til margra ára og bjuggu þær saman áður en atvikið átti sér stað. Það má því segja að framhjáhaldið hafi ekki aðeins verið áfall fyrir Khloé því Jordyn var partur af allri Kardashian fjölskyldunni. Jordyn hefur starfað sem fyrirsæta og hefur hún meðal annars setið fyrir í auglýsingum fyrir fatamerki Khloé sem ber nafnið Good American.

Líkt og Vísir.is greindi frá á sínum tíma varð Tristan hratt einn hataðasti maður Bandaríkjanna vorið 2018 þegar myndbönd af honum með öðrum konum láku á netið þegar Khloé var á síðustu metrum meðgöngunnar með barnið þeirra. Khloé reyndi að fyrirgefa atvikið og var hann viðstaddur fæðingu dóttur þeirra True Thompson aðeins nokkrum dögum síðar. Frá því að dóttir þeirra kom í heiminn hafa þau hjúin verið að vinna í sambandinu sínu og virtust vera komin á góðan stað. Aðdáendur þáttanna „Keeping up with the Kardashians“ fengu að fylgjast með allri þeirri dramatík sem fylgdi framhjáhaldinu og fæðingunni á sínum tíma og áttu margir erfitt með að taka hann aftur í sátt.

Auglýsing

Tristan Thompson virðist loksins hafa fyllt mælinn hjá Khloé með því að halda aftur framhjá henni og eru þau hætt saman. Þar sem Tristan er úr myndinni getur Khloé núna haldið áfram og sett alla sína orku í það að njóta lífsins með True dóttur sinni.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram