Kom Ragnhildi Steinunni á óvart og málaði af henni mynd: „Mig langaði bara svo að þakka fyrir mig“

Gunnar Valdimarsson er einn fremsti „portrait“-húðflúrari heims. Hann hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir flúr sín og er með hátt í 50 þúsund like á Facebook-síðu sinni, þar sem hann birtir verk sín.

Gunnar er viðfangsefni Ragnhildar Steinunnar í þættinum Ísþjóðinni á RÚV í kvöld en hann kom henni á óvart á dögunum þegar hann færði henni málverk af andliti hennar.

„Mig langaði bara svo að þakka fyrir mig þar sem ég veit hvað fer mikil vinna í svona þátt,“ segir Gunnar.

Svo er Ragnhildur mjög skemmtilegt viðfangsefni að mála. Nú er ég byrjadur að mála Eika tökumann og pródúser líka. Hann á það svo sannarlega skilið líka.

Þátturinn um Gunnar er á dagskrá RÚV í kvöld. Hann hefur flúrað fjölmarga knattspyrnumenn íslenska landsliðsins eins og Emil Hallfreðsson og Aron Einar Gunnarsson. Emil Hallfreðsson lét flúra á sig mynd af föður sínum, sem lést árið 2014 en þeir voru mjög nánir.

Í þættinum segir Gunnar frá því að hann hafi verið beðinn um að flúra ýmsa sérkennilega staði líkamans en að líklegast sé ekki við hæfi að þylja þá upp í sjónvarpi allra landsmanna.

Hann segir að allskonar fólki fái sér húðflúr, sjálfur hafi hann hinsvegar ákveðið að flúrin á hans eigin líkama næðu ekki upp á háls né fram á fingur. Aðspurður hvaða íslending hann langi helst til að flúra segir hann að draumurinn sé að flúra Gunnar Nelson. „Spurning um að ég skelli bara í eina andlitsmynd fyrir hann næst til að gera hann heitann!“

Auglýsing

læk

Instagram