Kona sem mótmælti Gleðigöngunni handtekin

Kona sem truflaði Gleðigönguna í mótmælaskyni var handtekin við skemmtistaðinn Prikið í Bankastræti í dag. Ekki liggur fyrir hverju konan var að mótmæla en þetta kemur fram á Vísi.

Þar segir að konan hafi ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu og því hafi hún verið handtekin og flutt af svæðinu í lögreglubifreið. Hún var færð á lögreglustöðina við Hverfisgötu eftir að hún neitaði að segja til nafns.

Auglýsing

læk

Instagram