Konur senda ofbeldi fingurinn

UN Women hóf á dögunum sölu á hinu svokallaða Fokk ofbeldi armbandi sem er ætlað að vekja fólk til vitundar um útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum í dag: kynbundið ofbeldi. Samkvæmt tilkynningu frá samtökunum deyja fleiri konur eða tapa heilsu á hverju ári vegna ofbeldis heldur en vegna krabbameins, umferðaslysa, malaríu og alnæmis.

Landsmenn geta tekið þátt í byltingunni með því að kaupa Fokk ofbeldi armbandið. Ágóði armbandanna rennur í Styrktarsjóð SÞ til afnáms ofbeldis gegn konum.

Samkvæmt UN Women er Fokk ofbeldi armbandið ætlað fullorðnum.

„Orðalagið er vísvitandi ögrandi og ætlað að hreyfa við fólki og stuðla að vitundarvakningu um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Ef orðalagið fer fyrir brjóstið á fólki þá er mikilvægt að muna að ein af hverjum þremur konum verða fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og 39 þúsund stúlkur eru þvingaðar í hjónaband á hverjum einasta degi eða ein á þriggja sekúndna fresti.“

Fokk ofbeldi armbandið fæst í Lyfju, Apótekinu og Heilsuhúsinu um land allt dagana 6.- 20.febrúar. Armbandið kostar 2.000 krónur.

Hér má sjá myndir sem fólk hefur birt á Instagram og merkt #fokkofbeldi

Auglýsing

læk

Instagram