Krefst rúmlega 28 milljóna í skaðabætur frá mönnunum sem dreifðu nektarmyndum af henni


Nora Mørk, ein besta handboltakona heims, lenti í því fyrr í vetur að óprúttnir aðilar náðu að hakka sig inn í símann hennar og stela þaðan viðkvæmum myndum sem svo var dreft á netinu. Búið er að finna 15 einstaklinga sem dreifðu myndunum og verða þeir sóttir til saka.

Norska blaðið, Dagbladet greinir frá því að lögmaður Mørks hafi sent 15 mönnum sem dreifðu myndum af henni kröfu að upphæð 150.000 norskar króna í skaðabætur. Það eru 1.890 þúsund íslenskar krónur.

Þessir 15 aðilar hafa nú tvær vikur til að svara kröfunni og ef þeir kjósa að greiða ekki fer málið fyrir dómstóla.

Málið hefur legið afar þungt á Noru og íhugaði hún lengi að hætta við þátttöku á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Þýskalandi um þessar mundir. Hún ákváð þó að vera með og verður allt í öllu  þegar Noregur mætir Spáni í 16-liða úrslitum mótsins í kvöld.

Auglýsing

læk

Instagram