today-is-a-good-day

Kristín og Hjörvar tjá sig um uppsögnina: „Hefur verið svakalega gjöfult og lærdómsríkt“

Fréttkonan Kristín Ýr Gunnarsdóttir og íþróttafréttamaðurinn Hjörvar Hafliðason eru á meðal þeirra þrettán einstaklinga sem var sagt upp störfum hjá Sýn í gær.

Kristín Ýr þakkaði fyrir sig í Facebook-færslu í gær og segist tilbúin í næsta ævintýri. Hjörvar Hafliðason var einnig brattur þegar hann kvaddi aðdáendur sína.

„Þetta rúma ár sem fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni hefur verið svakalega gjöfult og lærdómsríkt, stappað í mig stálinu og kennt mér ótal margt og þá líklega aðallega að nota röddina.Ég er furðulega brött og kveð sátt! Enda sjúklega tilbúin í næsta ævintýri sem ég veit að er bara handan við hornið,“ skrifar Kristín á Facebbok.

„Þá er komið að endalokum eftir 4 góð ár í Brennslunni. Hafði illa gaman að þessu og sérstaklega samskiptunum við hina þræleðlilegu hlustendur okkar. Þarsíðasta sumar eignaðist ég nýtt barn í fjölmiðlum sem heitir Dr. Football og nú fer tíminn í að láta það verkefni halda áfram að vaxa. Ótrúleg vitleysa sem gekk á í þessi 4 ár en uppáhalds geðveikin mín var þessi fegurðarsamkeppni sem við stóðum fyrir í apríl. Takk fyrir mig og verið góð kútana mína,“ skrifaði Hjörvar í Facebook hópinn BrennsluTips á Facebook.

Auglýsing

læk

Instagram