Ladan sem fór á alla leiki Íslands á HM í Rússlandi er til sölu

Kristbjörn Hilmir Kjartansson og Grétar Jónsson urðu frægir á einni nóttu þegar þeir ákváðu að skella sér á heimsmeistaramótið í fótbolta í Rússlandi, á Lödu Sport. Ladan vakti mikla lukku en þeir félagar hafa nú ákveðið að selja gripinn.

Sjá einnig: Kristbjörn og Grétar ætla að keyra á HM í Rússlandi á Lödu Sport: „Höfum verið varaðir við“

Það er Rúv.is sem greinir frá þessu en Ladan var til sölu á sérstakri sölusíðu á Facebook. Enn hafa engin boð borist í Löduna og því gullið tækifæri fyrir aðdáendur að eignast gripinn.

Sjá einnig: HM Ladan slær í gegn í Rússlandi

Kristbjörn vann bílinn í Facebook-leik ferðaskrifstofunnar Gaman Ferða í desember á síðasta ári. Í framhaldinu ákváðu strákarnir að kaupa far fyrir sig og Löduna með Norrænu til Evrópu og keyra, eins og áður segir á leiki Íslands á HM.

Auglýsing

læk

Instagram