Landsbankinn kærir vegna Borgunarsölunnar

Landsbankinn hefur falið lögmönnum að undirbúa málsókn vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014 til þess að endurheimta þá fjármuni sem bankinn fór á mis við í viðskiptunum.

Íslensku greiðslukortafyrirtækin Borgun og Valitor munu hagnast um vel á annan tug milljarða króna vegna kaupa Visa Inc. á Visa Europe á um þrjú þúsund milljarða króna. Þetta kom fram í Morgunblaðinu.

Landsbankinn seldi 31,2 prósent hlut sinn í Borgun í nóvember 2014 á 2,2 milljarða króna til Eignarhaldsfélagsins Borgunar. Hluturinn var ekki auglýstur og fór ekki í gegnum formlegt söluferli. Samkvæmt Kjarnanum þótti verðið sem Eignarhaldsfélagið Borgun slf. greiddi fyrir hlutinn lágt, bæði í innlendum og erlendum samanburði.

Kjarninn greindi frá því að hluturinn var seldur á bakvið luktar dyr til fjárfestahóps sem leitað hafði eftir því að kaupa hann. Hópurinn samanstóð af stjórnendum Borgunar og meðfjárfestum þeirra. Á meðal þeirra sem tilheyrðu fjárfestahópnum var Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í viðtali á RÚV að bankinn hafi verið undir þrýstingi frá samkeppnisyfirvöldum að selja. Þá sagði hann í Fréttablaðinu að Landsbankinn hafi haft takmarkað aðgengi að upplýsingum um Borgun vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið. Þessu hafnar Samkeppniseftirlitið.

Auglýsing

læk

Instagram