Lars segir að stundum þurfi lífið að halda áfram: „Ísland mun alltaf skipa stóran sess í hjarta mínu“

Lars Lagerbäck segir að tíminn sem hann varði með íslenska karlalandsliðinu hafi verið mjög sérstakur. Stundum þurfi lífið aftur á móti að halda áfram og sú ákvörðun að  framlengja ekki samninginn við KSÍ hafi verið góð fyrir hann, Heimi Hallgrímsson og KSÍ.

Þetta segir hann í samtali við Nútímann.

Lars þjálfaði íslenska liðið í fjögur og hálft ár. Tveimur árum áður en hann hætti var gerður tveggja ára samningur við hann en fjögurra ára samningur við Heimi.

Sjá einnig: Lars telur að Noregur geti komist á HM 2018 undir hans stjórn: „Erfitt, en ekki ómögulegt“

Norska knattspyrnusambandið greindi frá því í vikunni að gerður hefði verið samningur við Lars um þjálfun norska karlalandsliðsins.

Um ár er liðið frá því að Lars lauk samningi sínum hjá KSÍ og hefur hann meðal annars sinnt ráðgjafastörfum hjá sænska knattspyrnusambandinu í millitíðinni.

Sjá einnig: Sorg á Twitter eftir að Lars tók við Noregi: „Af hverju vildi hann ekki halda áfram með okkur?“

Ákvörðun Lars vakti mikla athygli og sjá margir á eftir honum, enda náði hann gríðarlega góðum árangri með liðið. Lars hafði gefið í skyn að hann vildi hægja á og hætta að sinna fullu starfi vegna aldurs.

„Stundum þarf lífið að halda áfram. Ísland, KSÍ og að sjálfsögðu landsliðið mun alltaf skipa stóran sess í hjarta mínu,“ segir Lars í samtali við Nútímann.

Auglýsing

læk

Instagram