Leiðbeiningar til litlu systur bræða netverja

Leiðbeiningar sem sem tíu ára stúlka gaf átta ára systur sinni hafa vakið athygli í morgun á Facebook-síðu Strætó og hreinlega brætt fólk.

Sú eldri minnir litlu systur sína meðal annars á að vera alltaf með Strætómiða, að sitja hjá stopptakka og fylgjast með töflunni. Þá teiknar hún meira að segja upp hvernig skiltið lítur út þegar hún á að yfirgefa vagninn ásamt því að brýna fyrir henni að vera ekki með læti:

Það er gott að eiga stóra systur sem vísar þér veginn í lífinu. Hér er sýnishorn af snjöllum leiðbeiningum sem tíu ára stúlka gaf átta ára systur sinni. Nákvæmari og betri leiðsögn er ekki hægt að fá. Góða ferð, stelpur.

Þetta kemur fram á síðunni hjá Strætó. Leiðbeiningarnar má sjá hér:

Auglýsing

læk

Instagram