Leikurinn hófst of snemma og þess vegna voru auglýsingar enn þá í gangi á RÚV

Bein útsending frá leik Íslands og Frakklands hófst um 30 sekúndum eftir að leikurinn hófst. Skýringin ku vera sú að leikurinn hófst of snemma þar sem Evrópska knattspyrnusambandið fylgdi ekki eigin plani, eftir því sem Nútíminn kemst næst.

Staðan var0-0 í hálfleik en leikurinn er sá fyrsti hjá íslenska liðinu á Evrópumóti kvenna sem hófst í Hollandi á sunnudag. Á Twitter var fólk ekki sátt við að missa af byrjun leiksins og var atvikinu líkt við frægt atvik árið 2013 þegar auglýsing frá Bakarameistaranum fór í gang eftir leik Íslands og Noregs eftir að strákarnir okkar tryggðu sér sæti í umspili á HM.

Málið var að sjálfsögðu rætt á Twitter

Auglýsing

læk

Instagram