Liðin í úrslitaþætti Útsvars fá ekki að skiptast á gjöfum í beinni útsendingu

Liðin sem eigast við í úrslitaþætti Útsvars á RÚV í kvöld munu ekki skiptast á gjöfum í lok þáttar eins og hefð er fyrir. Stuðningsaðilar og aðstandendur liðanna eru ósáttir við þá ákvörðun. Þetta kemur fram á vef Austurfréttar.

Sjá einnig: Hvað gekk á í Útsvarinu? Sigmar Guðmunds gat ekki hætt að hlæja

Fjarðabyggð mætir Akranesi í úrslitaþætti Útsvars í kvöld. Þættirnir hafa yfirleitt endað á því að liðin skiptist á gjöfum og hefur það oftar en ekki tekið sinn tíma og hafa gárungarnir kallað það ódýrasta auglýsingatíma í íslensku sjónvarpi — áhorfið er mikið en fyrirtæki greiða ekkert fyrir að láta tala um vörur sínar og þjónustu á besta tíma.

Birgir Jónsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, segir í samtali við Austurfrétt að búið hafi verið að lofa fyrirtækjum að taka þátt í þessu. „Við fengum fyrirmæli um þetta á þriðjudag,“ segir hann.

Við gerðum athugasemdir við að þau kæmu of seint fram þar sem við værum búin að lofa fyrirtækjum að taka þátt í þessu.

Að sögn Birgis hefur einn aðili hafi dregið sig út úr gjafahópnum hjá Fjarðabyggð og margir íhugi það hjá Akranesi. Helgi Jóhannesson, útsendingarstjóri, segir við Austurfrétt ekki bannað að koma með gjafir enda sé liðunum frjálst að skiptast á þeim eftir að útsendingu lýkur.

Auglýsing

læk

Instagram