Ljóskubók dregur úr heilastarfsemi karla

Myndlistarmaðurinn Birgir Snæbjörn Birgisson hefur sent frá sér bókina Ladies, Beutiful Ladies. Bókin inniheldur 299 myndir af óþekktum ljóshærðum konum sem prýddu plötuumslög á sjöunda, áttunda og níunda áratug síðustu aldar, án þess að koma nálægt tónlist viðkomandi hljómsveitar.

Svo mikið magn af ljóskum er talin geta minnkað heilastarfsemi fólks. Birgir hefur á ferli sínum fengist við hugmyndir sem við höfum um ljóshært fólk, sem eins og kunnugt er eru oft mjög skrítnar.

„Hafandi unnið svo lengi með ímynd hins ljóshærða og ljóskunnar ekki síst, þá er ég ekki lengur marktækt dæmi um hvort kenningin er rétt,“ segir hann. „Nema ef vera skyldi að það skýri síendurtekin áhuga minn á málefninu. Ég ætla frekar að vona mín vegna að ég hafi afsannað kenninguna; annars er illa komið fyrir mér.“

Vísindamenn við háskólann í Nanterre í París komust að því að myndir af ljóshærðum konum hafa mælanleg áhrif á heilastarfsemi karlmanna. Niðurstöður rannsóknanna voru á sínum tíma birtar í virtu vísindariti, Journal of Experimental Psychology, og bentu til þess að staðalmyndir, líkt og hugmyndin um ljóskuna sannarlega er, hafi áhrif á hegðun fólks. Fólk lætur eigin ranghugmyndir stjórna heilastarfseminni.

Í rannsókninni voru karlmönnum sýndar myndir af ljóshærðum konum og á meðan var heilastarfsemi þeirra mæld. Í ljós kom að hún minnkaði marktækt. Þessi rannsókn varð Birgi innblástur.

Við vinnu verksins reyndi ég að hlusta á tónlistina á plötunum þó sjálf tónlistin skipti ekki öllu máli í þessu samhengi; en ég skal játa að hún var á köflum að gera mig gráhærðan þar sem margar hljómplatnanna innihéldu kokteildjassútgáfur af frægum rokklögum.

Bókin Ladies, Beautiful Ladies er gefin út í tengslum við tvær sýningar Birgis Snæbjörns Birgissonar. Önnur er í Listasafni ASÍ við Freyjugötu og hin er í Helsinki Contemporary galleríinu í Helsinki í Finnlandi.

Myndir úr bókinni má sjá hér fyrir neðan:

Lady 1

LBL_17_72p

LBL_10_72p

LBL_12_72p

Auglýsing

læk

Instagram