Lögregla leitar ökumanns sem ók á átta ára dreng

Í gær var ekið á átta ára dreng í Hafnarfirði. Drengurinn var á gangbraut þegar ekið var á hann en meiðsli hans voru minniháttar. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en ökumaðurinn stakk af. Lögreglan hefur nú óskað eftir aðstoð við að finna ökumanninn.

Í tilkynningu segir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leiti að ökumanni dökkleits fólks bíl. Ökumaðurinn ók á barnið á gangbraut á Hjallabraut skömmu fyrir klukkan sjö í gærkvöld og stakk svo af.

Slysið varð á mótum íbúða aldraðra við Hallabraut 33 og verslunar Nettó að Miðvangi 41. Bílnum var ekið í átt að Reykjavíkurvegi. Lögreglan bíður ökumanninn að gefa sig fram og vitni að slysinu eru beðin að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000 eða í gegnum netfangið helgig@lrh.is.

Í tilkynningunni segir lögreglan að mikilvægt sé að ökumenn stöðvi og gangi úr skugga um að engin meiðsl eða skemmdir hafi orðið eftir slík atvik. Einnig sé mikilvægt að tilkynna slík mál til lögreglu því áverkar séu ekki alltaf sýnilegir.

 

Auglýsing

læk

Instagram