Lögregla rannsakar íkveikju við bílaumboðið Öskju – Sjö bílar brunnu í morgun

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í nótt þegar kveikt var í nokkrum bílum við bílaumboðið Öskju. Frá þessu er greint á vef mbl.is og þar má sjá myndband af bílunum brenna.

Slökkvistarfi lauk um klukkutíma eftir að tilkynning barst rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Slökkviliði barst tilkynning um íkveikju í einum bíl en þegar slökkvilið mætti á svæðið logaði í fimm bílum. Talið er að kveikt hafi verið í fleiri en einum bíl og eldur svo breiðst til fleiri bíla.

Alls skemmdust sjö bílar mismikið í brunanum. Nokkrir þeirra eru alveg skemmdir samkvæmt Helgu Friðriksdóttur, forstöðumanni þjónustusviðs Öskju. Helga segir í samtali við RÚV að bílarnir tilheyri verkstæði umboðsins, sumir séu í eigu umboðsins en aðrir í eigu viðskiptavina.

Málið nú komið inn á borð lögreglu sem rannsakar eldsupptök.

Auglýsing

læk

Instagram