Kirkja brann til grunna í gærkvöldi

Eldur kom upp í Grímseyjarkirkju í gærkvöldi og brann kirkjan til grunna á 20 mínútum.

„Það var allt orðið al­elda þegar við kom­um. Kannski fimm mín­út­um eft­ir að ég kom hrundi turn­inn [kirkjut­urn­inn]. Þá fuðraði þetta upp á svona 20 mín­út­um. Það var orðinn það mik­ill hiti og hvöss norðanátt með þessu. Það var því miður ekk­ert hægt að gera,” sagði Svafar Gylfa­son, slökkviliðsstjóri í Gríms­ey, í samtali við mbl.is

Ekki er vitað um eldsupptök og ekki er talið að neinn hafi verið inni í kirkjunni þegar eldurinn kom upp.

Auglýsing

læk

Instagram