Magnað þyrlumyndband af eldgosinu

Þyrluflug er ekki ókeypis. 230 þúsund krónur kostar að fljúga með þyrlu frá Reykjavík að skoða eldgosið með fyrirtækinu Reykjavík Helicopters. Að fara með fyrirtækinu Extreme Iceland kostar hins vegar 239.900 krónur.

Hér fyrir neðan má hins vegar sjá myndband sem var myndað úr þyrlu yfir eldgosinu í Holuhrauni á dögunum. Mynbandið sýnir stórkostlegt umfang gossins ansi vel:

Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni er skjálftavirkni svipuð og undanfarna daga. Um 40 jarðskjálftar mældust í norðanverðum Vatnajökli í nótt. Um 20 skjálfar urðu við Bárðarbunguöskjuna og voru þeir stærstu um 3,3 og 3,4 að stærð. Í norðanverðum Dyngjujökli mældust um 15 skjálftar.

Samkvæmt vefmyndavélum sé svipaður gangur í gosinu og verið hafi undanfarna daga. Askja Bárðarbungu hefur sigið um rúma 27 metra síðan skjálftarhrinan hófst fyrir um mánuði síðan. Hún sígur að jafnaði um hálfan metra á dag. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Auglýsing

læk

Instagram