Mannanafnanefnd hafnar nöfnum á borð við Leonardo og Gleymérei

Á fundi mannanafnanefndar 20. nóvember var nöfnunum Ladý, Myrká, Gleymérei, Yrena og Leonardo hafnað. Nefndin samþykkti nöfnin Reyla og Mortan. Þetta kemur fram á RÚV.

Sjá einnig: Mannanafnanefnd ekki „Til í allt“ og hafnar millinafninu Dór

Karlmannsnafnið Mortan og kvenmannsnafnið Reyla voru samþykkt en þau taka bæði íslenskri beygingi í eignarfalli og því talin uppfylla ákvæði laga um mannanöfn.

Nafninu Ladý var hafnað þar sem það er dregið af enska orðinu Lady sem er ávarpsorð. Ekki sé hefð fyrir því að íslensk ávarpsorð séu notuð sem eiginnöfn og nafnið Ladý hafi ekki unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið Myrká er dregið af bæjarnafni og ekki sé hefð að mynda nöfn á þann hátt.

 Í úrskurði nefndarinnar um nafnið Gleymérei kemur fram að nafnið sé dregið af nafni jurtarinnar gleymmérei. Rithátturinn sé þó ekki hinn sami og sé því ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Þá hefur nafnið Leonardo ekki unnið sér hefð í íslensku máli. Átta drengir bera nafnið í þjóðskrá en sá elsti er fæddur árið 2001. Nafnið Yrena sé ritmynd nafnsins Írena og ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls.

Hér má lesa úrskurði nefndarinnar.

Auglýsing

læk

Instagram