Fær loksins að heita Sigríður Hlynur

Bóndinn Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson á Öndólfsstöðum í Reykjadal fékk í dag tölvupóst frá mannanafnanefnd þess efnis að nafni hans hefði verið breytt eftir langa baráttu við nefndina. Bóndinn, sem áður hét Sigurður Hlynur, fékk nafni sínu breytt í kjölfar þess að frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um kynrænt sjálfræði var lögfest um miðjan síðasta mánuð.

Sjá einnig: Mannanafnanefnd bannar Sigurði að heita Sigríður: „Ekki eins og ég ætli að heita straubolti“

Í samtali við mbl.is segir Hlynur þetta vera „sigur fyrir einstaklingsfrelsið“ en hann tekur einnig fram að lögin séu ekki hugsuð fyrir fólk í hans sporum „held­ur aðra hópa eins og trans­fólk og kynseg­in fólk og mín breyt­ing er hliðar­verk­un af þessu. Hitt er nátt­úru­lega stærsta málið í þessu, að fjöldi manns fær nú að heita sín­um nöfn­um.“

 

Auglýsing

læk

Instagram