Matur, fætur, bleiur og prump í háloftunum, flugfreyja gefur farþegum góð ráð

Líklega kannast margir, ef ekki allir, við að hafa verið um borð í flugvél með manneskju sem kann sig ekki alveg. Fyrrverandi flugfreyjan Beth Blair skrifar um mat, fætur og prump á pistli sínum á vef BBC.

Hún rifjar upp flugferð þar sem farþegar kvörtuðu sáran yfir vondri lykt skömmu eftir flugtak. Flugfreyjurnar fundu ekki út hvaðan lyktin kom og ákvað flugstjórinn loks að snúa flugvélinni við og stefna aftur niður til jarðar svo hægt væri að komast að hinu sanna í málinu.

Þegar hann hafði tilkynnt farþegunum um breytinguna gaf einn farþeginn sig fram við Blair og benti á par sem sat í röðinni fyrir framan hann. Parið var að gæða sér á heimagerðu eggjasalati og öðru sem lyktaði alls ekki vel.

Hún leggur til nokkur gagnleg ráð sem ættu að nýtast flugfarþegum og má ætla að hún byggi þau á upplifunum sínum úr starfinu.

Ekki fara úr skónum

Það eru 250 þúsund svitakirtlar á fótunum. Þú ættir aðeins að fara út skónum þegar þú ferð í gegnum öryggisleitina en síðan halda þig í þeim þangað til að fluginu er lokið.

Ekki fara hamförum á barnum á flugvellinum

Það er góð hugmynd að lykta ekki eins og bar þegar þú ferð um borð í flugvél.

Salernið er vinur þinn og tekur þér opnum örmum

Vísindin segja að fólki sé hættara við að leysa vind uppi í háloftunum. Við ættum því að forðast ákveðinn mat áður en lagt er af stað, til að mynda baunir.

Nei! Ekki skipta á barninu þínu á borðinu fyrir framan sætið þitt!

Foreldrar ættu alltaf að hafa góða poka meðferðis fyrir illa lyktandi bleiur. Þeir ættu einnig að spyrja flugþjóna um besta staðinn til að skipta á barninu.

Auglýsing

læk

Instagram