Matvælastofnun gefur út niðurstöður um umfang slysasleppingar í Tálknafirði – Isavia neytar að birta auglýsingu Icelandic Wildlife Foundation varðandi verndun villta laxastofnsins

Þann 6. Júlí síðastliðinn urðu starfsmenn Arnarlax varir við göt á netpoka í sjókví í Tálknafirði. Strax sama dag hafði Arnarlax samband við Matvælastofnun og Fiskistofu, og hafist var handa við að meta tjónið. Frá þessu greinir á heimasíðu Arnarlax.

Icelandic Wildlife Foundation greinir svo frá því á Facebook síðu sinni þann 22. Október síðastliðinn að illa hafi gengið að fá skýr svör frá Matvælastofnun varðandi fjölda fiska sem að sluppu úr sjókvínni.

Matvælastofnun greinir svo frá því að heimasíðu sinni, í frétt sem að birtist í gær að: „mismunurinn á fjölda slátraða fiska og áætlaðs fjölda fiska skv. gögnum Fjarðarlax er 4.981 fiskur.“ Þess skal geta að Fjarðarlax er í eigu Arnarlax. Matvælastofnun bætir því svo við að „Matvælastofnun getur ekki áætlað hver margir fiskar hafa raunverulega sloppið vegna ýmissa óvissuþátta í eldisferlinu.“ Einnig er tekið fram að Arnarlax meti það sem svo að einungis 300 fiskar hafi sloppið: „og er matið byggt á tölum um endurveiði, skekkju í talningarbúnaði, fóðurnýtingu á eldistímanum og stærri afföllum.“

Sjá einnig: Segja starfsmann Matvælastofnunar segja ósatt um neyslu skordýra í Evrópu

Sama dag og Matvælastofnun gefur út niðurstöður sínar um umfang slysasleppingarinnar birtir mbl.is frétt þess efnis að Isavia hafi synjað Icelandic Wildlife Foundation um birtingu auglýsingar er varðar verndun villta íslenska laxastofnsins. Í júnímánuði hafði Isavia leyft auglýsingu frá sjóðnum, sem að bar með sér svipuð skilaboð, að standa í um tíu daga, en synjaði nú að birta lagfærða auglýsingu. Sjóðurinn greinir frá þessu á Facebook síðu sinni: „Þrátt fyrir að við höfum lagfært texta í auglýsingunni, þar sem við fengum ábendingu um að of fast væri að orði kveðið, hafnar ISAVIA að setja auglýsinguna upp.“

Athygli vekur að á fyrri auglýsingunni, sem að fékk að standa í um tíu daga í komusal Keflavíkurflugvallar í júnímánuði, komu fram þau skilaboð að aukið laxeldi í fjörðum Íslands gæti stuðlað að mengun og erfðablendni við hinn einstaka, villta, íslenska laxastofn. Í júlímánuði greinir svo Arnarlax frá slysasleppingu sinni, sem að Matvælastofnun birti í gær niðurstöður úr.

Auglýsing

læk

Instagram