today-is-a-good-day

Meirihluti Breta vill lögleiða kannabis

Í nýrri könnun sem dagblaðið Independent stóð fyrir kemur í ljós að meirihluti Breta vill lögleiða kannabis og selja í verslunum. Rannsóknarfyrirtækið BMG Research gerði könnunina fyrir dagblaðið en rúmlega 1500 manns tóku þátt.

Samtals voru 51 prósent svarenda hlynnt því að kannabis væri lögleitt og selt undir eftirliti ríkisins með sama hætti og áfengi og tóbak er salt þar í landi í dag. Af þeim sem studdu lögleiðinguna voru 22 prósent mjög hlynnt og 29 prósent nokkuð hlynnt.

Sjá einnig: Kanada lögleiðir kannabis

35 prósent svarenda voru á móti lögleiðingu, þar af 19 prósent mjög andsnúin og 16 prósent nokkuð andsnúin. 14 prósent voru óákveðin.

Þá voru fleiri jákvæðir fyrir afglæpavæðingu á vímuefninu en samtals 52 prósent styðja hana. 33 prósent voru mótfallin afglæpavæðingu en 16 prósent óákveðin.

Auglýsing

læk

Instagram