Mikil ánægja með Druslugönguna á Twitter: „Byrjaði að hágráta upp úr þurru”

Druslugangan var gengin í áttunda skipti í dag. Gangan í Reykjavík hófst frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag og endað var á Austurvelli þar sem fóru fram ræðuhöld og tónlistaratriði. Einnig var gengið á Akureyri og Borgarfirði eystra þar sem Bræðslan fer nú fram.

Ekkert þema var í göngunni í ár heldur var áhersla lögð á að ofbeldi sé allskonar mismunandi og marglaga. Þá var lagt áherslu á að allir þjóðfélagshópar væru velkomnir. Tilgangur göngunnar er að valdefla þolendur kynferðisofbeldis og að skila skömminni. Fjöldi fólks mætti þrátt fyrir rigningu í Reykjavík og á Akureyri.

Stella Briem, einn skipu­leggj­enda Druslu­göng­unn­ar, var hæst­ánægð með gönguna og segir hafa gengið alveg yndislega í samtali við mbl.is. 

„Núna erum við bara að hlusta á tónlist á Aust­ur­velli í grenj­andi rign­ingu, öll sam­an að styðja hvert annað. Það er bara ynd­is­legt,“ seg­ir Stella.

Hér að neðan má sjá það helsta úr umræðunni um Druslugönguna af Twitter í dag

 

Auglýsing

læk

Instagram