Mynd af forsætisráðherra í tveimur bílastæðum vekur athygli: „Klassískt glappaskot“

Mynd sem sýnir Land Cruiser-jeppa sem er í eigu ríkisins lagðan í tvö bílastæði ferðast nú á ógnarhraða um Facebook.

Í farþegarsæti jeppans situr Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og bíður eftir bílstjóranum sem virðist ekki ætla að vera lengi í burtu þar sem hann sá ekki ástæðu til að drepa á jeppanum.

Nútíminn hafði samband við ljósmyndarann sem sagði að myndin hafi verið tekin síðdegis í gær fyrir utan Vínbúðina í Skeifunni.

Bílstjóri hjá forsetaembættinu var á dögunum ávíttur fyrir að leggja bifreið forseta ólöglega við Mávahlíð í Reykjavík. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, segir í samtali við Nútímann að hann geri ráð fyrir að bílstjórinn hafi stoppað stutt.

Þetta er klassískt glappaskot sem margir gera og kemur væntanlega ekki fyrir aftur. Menn reyna að örugglega að læra af þessu.

Auglýsing

læk

Instagram