NBA-leikmaður segist vera að hitta Rihönnu: Rihanna segist aldrei hafa hitt hann

Auglýsing

Vefmiðillinn TMZ greindi á dögunum frá því að Matt Barnes, leikmaður Memphis Grizzlies í NBA-deildinni, og söngkonan Rihanna hafi sést saman á nokkrum stefnumótum.

TMZ vísaði í heimildir tengdar Barnes og ræddi meira segja við Gloriu Govan, núverandi og bráðum fyrrverandi eiginkonu leikmannsins, um málið. Hún sagðist vera fylgjandi hamingjunni og að hún hefði ekkert á móti því að fá tónleikamiða frá „nýju kærustunni“ hans Barnes.

Í gær var Barnes svo spurður út í málið af ljósmyndara TMZ. Hann hélt ró sinni en sagði að það væri mögulega framtíð í sambandi þeirra og að fjarlægðin á milli þeirra væri ekki vesen þar sem hún er vellauðug.

Rihanna er vinkona mín en við sjáum hvað setur. Ég held að við séum komin yfir það að vera bara skotin í hvort öðru. Við erum komin örlítið lengra en það — bara örlítið.

Svo virðist sem Barnes hafi ekki bara verið að segja heimsbyggðinni fréttir heldur líka Rihönnu.

Auglýsing

Hún notaði Instagram-síðu sína til að birta mynd af Barnes og dæla inn kassamerkjum sem bentu til þess að hann hafi ekki verið að segja sannleikann.

Myndina má sjá hér fyrir neðan en eins kassamerkin sýna þá segist Rihanna aldrei hafa hitt Barnes. Þá segir hún að orð hans særi og að þau séu hreinlega ærumeiðandi.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram