Nemi lét húðflúra á sig merki MR

Benedikt Traustason, nemandi á náttúrufræðibraut í Menntaskólanum í Reykjavík, lét á dögunum húðflúra á sig merki skólans. Benedikt finnst uppátækið fyndið en mamma hans virtist hissa.

Uppátækið var hluti af góðgerðarviku í MR en Benedikt safnaði 120 þúsund krónum með því að láta merkja sig. Nemendur skólans söfnuðu í ár fyrir sumarbúðir þroska- og hreyfihamlaðra barna í Reykjadal.

Í samtali við Nútímann segir Benedikt að flúrið sé á kálfanum og að það sé hans fyrsta og líklega það seinasta.

Ég held að fáum finnist þetta jafnfyndið og mér en MR er löngu búið að eignast stóran sess í mínu hjarta og núna kálfanum. Núna mun MR ganga með mér menntaveginn að það sem eftir er.

En hvað sagði mamma?

„Ég sagði mömmu ekki frá þessu fyrr en eftir á. Hún brást við með því að segja: „Þú ert nú meiri! Ert nú samt svolítið rauður greyið mitt.““

En rektorinn?

„Nú veit ég ekki hvað Yngva finnst og hvort hann viti af þessu en hann er léttur ljúflingur með húmor,“ segir Benedikt.

 

 

 

Auglýsing

læk

Instagram