Níu bestu lögin sem Kings of Leon flytur alveg örugglega í Laugardalshöll

Við höfum oft heyrt fleiri slagara frá Kings of Leon í útvarpinu. Hljómsveitin á hins vegar góðan slatta af frábærum lögum sem munu að öllum líkindum fá að hljóma í Laugardalshöll á fimmtudaginn.

Nútíminn skoðaði lista yfir lög sem Kings of Leon hefur tekið á tónleikum undanfarið og bjó til lista yfir bestu lögin sem við fáum að heyra í Höllinni.

 

9. Fans

Fans kom út á hinni frábæru Because of the Times árið 2007. Var aldrei hittari en stendur engu að síður fyrir sínu.

8. Mary

Kings of Leon sendi frá sér Come Around Sundown árið 2010. Platan er því miður ekkert sérstök en Mary er samt skemmtilegt lag.

7. The Bucket

Eitt af bestu lögum Kings of Leon. Kom út fyrir meira en áratug og stendur enn þá fyrir sínu.

6. Closer

https://www.youtube.com/watch?v=eg3F4zpOdK8

Fyrsta lagið á plötunni sem gerði Kings of Leon að alþjóðlegum stórstjörnum. Geggjuð leið til að hefja plötu.

5. Sex on Fire

Eflaust eina Kings of Leon lagið sem hljómaði inni á B5 — og inni á öllum skemmtistöðum borgarinnar. Slagarinn sem sá til þess að allir þekkja hljómsveitina í dag.

4. Molly’s Chambers

Fyrsta lagið sem margir heyrðu með Kings of Leon. Takið eftir hvað þeir eru asnalegir/töff á þessum tíma.

3. On Call

Frábært lag sem kynnti hljómsveitina fyrir risavöxnum hlustendahópi.

2. Use Somebody

Eitt vinsælasta lag Kings of Leon. Fór á topp vinsældarlista víða um heim og sótti fyrir hljómsveitina Grammy-verðlaun.

1. Knocked Up

Fyrsta lagið á bestu plötu Kings of Leon, Because of the Times. Hrikalega flott sjö mínútna sveitarómantík. Geggjað lag.

Auglýsing

læk

Instagram