Nýja Bond-lagið er komið og dómur er fallinn: „Mér finnst þetta lag algjört ógeð“

Daniel Craig snýr aftur sem James Bond í nóvember í kvikmyndinni Spectre. Bond-aðdáendur um allan heim bíða spenntir eftir myndinni og í dag kom nýja Bond-lagið loksins út. Lagið má heyra hér fyrir neðan.

Sam Smith flytur Bond-lagið að þessu sinni og Nútíminn hafði samband við Hauk Viðar Alfreðsson, einn mesta Bond-aðdáanda landsins, til að fá álit á laginu. Haukur er ekki ánægður. Bara alls ekki.

„Ég er að reyna að hljóma ekki gamall og bitur en mér finnst þetta lag algjört ógeð. Líklega versta Bond–lag allra tíma,“ segir Haukur og steytir hnefa í átt að skýi.

Ekki endilega tónsmíðin sem slík, heldur fílingurinn, röddin, áherslurnar og andleysið. Bond–lög eru oftast klisjur en samt á góðan máta. Svo er ekki hér.

Haukur segir augljóst að verið sé að færa Bond nær yngri áhorfendum.

„Einhverjum tvítugum hornösum sem þekkja ekki Shirley Bassey, Lulu og Wings. Líklega er það sniðugt, svona til að halda þessu á floti. En hér hefði þurft meiri kraft,“ segir Haukur en hann telur sig vita hvað þarf upp á til að gera betur.

„Það sem þarf hins vegar að gerast er að semja geggjað Bond–lag ofan í Nick Cave. Af hverju er það ekki löngu búið að gerast? Besta Bond–lagið? You Only Live Twice með Nancy Sinatra!“

Lagið er komið á Spotify. Hlustaðu á það hér.

Auglýsing

læk

Instagram