Oddný fær nokkur hundruð fylgjendur á Instagram á hverjum einasta degi

Oddný Ingólfsdóttir, 24 ára nemi í Garðabæ, fær nokkur hundruð fylgjendur á Instagram á hverjum einasta degi. Þegar þetta er skrifað er hún með rúmlega 72 þúsund fylgjendur en hún birtir myndir tengdar jákvæðri líkamsímynd. Þetta kemur fram á Vísi.

Í viðtali við Oddnýju á Vísi kemur fram að fylgjendunum hafi farið að fjölga þegar hún merkti myndirnar með kassamerkjum á borð við #everybodyisbeautiful, #plussize, #loveyourself og #bodypositive. „Ég er ekki mjög grönn þannig að ég var að nota bodypositive merkingar,“ segir hún á Vísi.

Instagrammið mitt byrjaði svo að vaxa ótrúlega hratt þegar ég birti myndir af mér á nærfötum. Ég hef ótrúlega mikinn áhuga á nærfötum.

Kærasti Oddnýjar tekur yfirleitt myndirnar af henni ef hún gerir það ekki sjálf. „Ég birti bara myndir af mér og reyni að láta ekki líða of langt á milli þeirra. Ég fæ yfirleitt nokkur hundruð nýja fylgjendur daglega,“ segir hún á Vísi.

Auglýsing

læk

Instagram