Of Monsters and Men spiluðu lög af nýju plötunni hjá Kimmel

[the_ad_group id="3076"]

Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men kom fram í þætti Jimmy Kimmel í Bandaríkjunum í gærkvöldi og tók lög af nýju plötunni, Fever Dream. Sjáðu myndböndin hér að neðan.

Sveitin tók lögin Alligator og Wild Roses fyrir framan fullt af áhorfendum. Of Monsters and Men gáfu út sína þriðju plötu, Fever Dream í lok júlí.

Sjá einnig: Of Monsters and Men hjá Jimmy Fallon – Sjáðu magnaðan flutning þeirra

Hljómsveitin mun fylgja útgáfu plötunnar eftir með tónleikaferðalagi sem hefst nú um Verslunarmannahelgina. Sveitin mun ferðast um Bandaríkin, Kanada og Evrópu. Sveitin mun þá vera aðalnúmerið á komandi Iceland Airwaves hátíð í Reykjavík.

[the_ad_group id="3077"]

Auglýsing

læk

Instagram