Ofurskálin er árshátíð unnenda kjúklingavængja

Seattle Seahawks og New England Patriots mætast í bandarísku Ofurskálinni, úrslitaleik NFL-deildarinnar, í kvöld. Leikurinn er einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins í Bandaríkjunum og það eru ekki aðeins íþróttaáhugamenn sem sitja límdir við skjáinn.

Hálfleikssýningin dregur einnig marga að en leikurinn er einnig einskonar árshátíð unnenda kjúklingavængja og annars góðgætis.

Amerískur fótbolti nýtur stöðugt meiri vinsælda á Íslandi og ást manna á leiknum virðist haldast í hendur við ást á kjúklingavængjum, ef marka má umræðuna undir kassamerkinu #nflisland í kvöld:

 

Hér höfum við einn sem er tilbúinn í kvöldið

Þessi á eftir að elda en marineringin virðist vera á sínum stað

Svo er hægt að láta sjá um marineringuna fyrir sig

Heita sósan og gráðostasósan er nauðsynleg blanda með vængjunum

Sumir taka þetta alla leið

Þessi er á byrjunarreit en á eflaust eftir að gera gott úr þessu

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hófst útsendingin klukkan 23.

Auglýsing

læk

Instagram