Ólafur Arnarson ætlar að kvarta formlega yfir vinnubrögðum fréttamanns RÚV

Auglýsing

Ólafur Arnarson, fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, ætlar að leggja fram formlega kvörtun vegna fréttamanns Ríkisútvarpsins. Hann er ósáttur við fréttaflutning fréttamannsins um þann ágreining sem ríkt hefur innan samtakanna.

Sjá einnig: Ólafur Arnarson segir af sér sem formaður Neytendasamtakanna

Þetta kemur fram í frétt Vísis um málið en þar segir að Ólafur telji verulega ágalla á vinnubrögðum fréttamannsins og hefur hann óskað eftir fundi með Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra RÚV, vegna málsins. Ólafur sagði frá þessu í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hann sagði að fréttamaðurinn hefði í raun og veru „verið í slagtogi við þá klíku stjórnar sem farið hefur harðast fram“ gegn honum.

Ólafur sagði í gær af sér sem formaður Neytendasamtakanna. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna málsins sagði hann stjórn samtakanna hafa borið sig þungum sökum sem séu allar á skjön við raunveruleikann, ef ekki upplognar.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram