Óttar segir konur geta sjálfum sér um kennt ef nektarmyndum af þeim er dreift á netinu

[the_ad_group id="3076"]

Óttar Guðmundsson geðlæknir segir að trúgirni einkenni konur í samskipti við netið. Hann segir að konur geti sjálfum sér um kennt ef einhver birtir nektarmyndir af þeim á internetinu, sem voru sendar í trúnaði.

Þetta kom fram í viðtali við Óttar í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í dag. Hlustaðu á brot úr viðtalinu hér fyrir ofan. „Það sem einkennir konur í samskipti við netið er þessi trúgirni,“ sagði hann.

„Að konurnar, þær eru að senda af sér nektarmyndir af brjóstum eða kynfærum til einhvers sem þær treysta — einhver elskhugi sem tekur myndina og svo þegar sambandið súrnar þá náttúrulega setur hann myndina á netið og þá er konan allt í einu orðin ægilegt fórnarlamb.“

Óttar sagði að þá viti konan ekki sitt rjúkandi ráð. „[Hún] hefur verið svikin og þvíumlíkt. En hún getur engum um kennt nema sjálfri sér því það bera allir ábyrgð á því sem þeir setja á netið sjálfir.“

[the_ad_group id="3077"]

Ummæli Óttars eru á skjön við skilaboð á borð við þau sem til að mynda Druslugangan, sem gengin er árlega, stendur fyrir; að ábyrgðin sé alltaf gerenda, í þessu tilviki þeirra sem birta umræddar myndir á interneitinu í óþökk þeirra sem eru á myndunum.

Þá lagði þingflokkur Bjartrar framtíðar fram frumvarp fyrir tveimur árum sem átti að banna stafrænt kynferðisofbeldi á borð við það þegar myndum er dreift í hefndarskyni að loknu ástarsambandi eða þegar myndum er dreift sem einstaklingur hefur sent í góðri trú. Frumvarpið varð ekki að lögum.

Auglýsing

læk

Instagram