Panamaskjölin sýna að stjórnendur lífeyrissjóða og opinberra stofnana áttu aflandsfélög

Gögn frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca sýna að hópur Íslendinga, jafnvel stjórnendur lífeyrissjóða og stjórnendur opinberra stofnanna, áttu aflandsfélög í skattaskjólum til að sýsla með. Þetta kemur fram í Kastljósi í kvöld.

Haldið verður áfram að fjalla um Panamaskjölin í þættinum. Á meðal þess kemur fram í þættinum er að mörg dæmi séu um að útvaldir hafi fengið há lán frá bönkum, meðal annars til að kaupa hlutabréf, að því er virðist án þess að bera nokkra áhættu vegna viðskiptanna.

Sjá einnig: Örskýring um Panamafélagið Guru Invest, Ingibjörg og Jón Ásgeir í Panama-gögnunum

Í Kastljósi verður fjallað um viðskipti fyrrum formanns bankaráðs Seðlabankans, sem stofnaði aflandsfélag ásamt fyrrum ráðherra og Seðlabankastjóra. Félagið fékk lán til hlutabréfakaupa í íslenskum banka.

Þá verður fjallað um mál framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Stapa. Hann sagði starfi sínu lausu um helgina eftir fyrirspurn Kastljóss um tengsl hans við aflandsfélög.

Auglýsing

læk

Instagram