Pavel gaf treyjuna eftir leik á EM, treyjan skýtur upp kollinum á Twitter

Pavel Ermolinskij, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gaf áhorfanda treyjuna sína eftir leikinn gegn Spánverjum í gær. Landsliðið leikur nú á Evrópumótinu í Þýskalandi og hefur komið mörgum á óvart.

Pavel kveikti í íslenska liðinu þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. Það dugði þó ekki til og Spánverjar unnu leikinn.

Pavel sagðist í samtali við Vísi ekki vita hvort hann hafi mátt gefa treyjuna.

Hún er hjá einhverjum áhorfendum. Ég veit ekki hvort ég mátti gefa þessa treyju? Við erum að spila á morgun. Ég var bara að þakka áhorfendum fyrir stuðninginn sem þeir hafa gefið okkur.

Nú hefur treyjan skotið upp kollinum á Twitter, með sína eigin síðu: hvarerpavel. Og hún virðist vera að leita að eiganda sínum.

Pavel var svo kominn í aðra treyju fyrir leikinn gegn Tyrkjum í kvöld

Auglýsing

læk

Instagram