Rappari handtekinn í London og kemst ekki á Secret Solstice

Auglýsing

Rapparinn J Hus sem átti að koma fram á Secret Solstice tónlistarhátíðinni í kvöld var handtekinn í London á fimmtudag. Björn Teitsson fjölmiðlafulltrúi tónlistarhátíðarinnar staðfestir í samtali við Vísi í dag að J Hus mun ekki ná tónleikum sínum í kvöld.

Lögregla stöðvaði bifreið J Hus en hann var handtekinn grunaður um að vera með hníf í förum sínum. Honum var neitað um lausn gegn tryggingu og mun því verða í haldi þangað til að mál hans verður tekið fyrir.

Rapparinn átti að koma fram á fjölda tónlistarhátíða í sumar en óvíst er hvort að hann nái því nú. Hann mun að minnsta kosti ekki ná Secret Solstice hátíðinni í Reykjavík.

Rapparinn átti að koma fram klukkan 21:30 í kvöld í Gimli. Bandaríski raftónlistarmaðurinn Masego mun nú spila á þeim tíma. Eitt stærsta nafn Secret Solstice hátíðarinnar í ár, rapparinn Stormzy, kemur fram í kvöld í Valhöll klukkan 22:40.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Rjómalöguð rækjusúpa

Tandoori kjúklingaleggir

Instagram