Auglýsing

Rennsli Skaftár er enn að aukast

Rennsli Skaftár við Sveinstind er enn í vexti samkvæmt nýjum upplýsingum frá Veðurstofunni að því er kemur fram í frétt á vef RÚV. Rennslið var komið í 1.350 rúmmetra á sekúndu rétt fyrir klukkan tíu og vatnshæðin hafði aukist um 430 sentímetra á nítján klukkustundum.

Til samanburðar jókst vatnshæðin um 570 sentímetra á 25 klukkustundum í stóra hlaupinu árið 2015.

Það er byrjað að draga úr vatnsaukningu en líklegt þykir að vatn sé farið að renna út í hraunið og því verði að taka rennslistölum með varúð. Hlaupið gæti samkvæmt þessu verið í hámarki við Sveinstind næstu klukkustundirnar samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.

Sveinstindur – Mynd: Map.is

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing