Rifjuðu upp hvar þau voru þegar Geir bað Guð að blessa Ísland: „Mér leið örugglega bara rosa vel, eða illa“

Um þessar mundir eru 10 ár frá bankahruninu á Íslandi. Í Vikunni á RÚV í gær fékk Berglind Festival nokkra þekkta Íslendinga til þess að segja sér frá því hvar þeir voru staddir þegar Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra bað Guð að blessa þjóðina í beinni útsendingu á RÚV.

Berglind ræddi meðal annars við Króla, Helga Seljan, Elísabet Jökulsdóttir og Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttir. Króli sagðist ekki hafa munað hvar hann hafi verið staddur en að mamma hans hefði tilkynnt honum að hann hafi verið á taekwondo æfingu.

Ingvar Wu Skarphéðinsson var eins árs á þessum tíma en hann var í Kína að gera ýmislegt. „Eins og til dæmis að borða núðlur. Mér leið örugglega bara rosa vel, eða illa,“ sagði hann við Berglindi.

Króli og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fengu bæði að finna fyrir því þegar bankarnir hrundu. Króli var þá staddur erlendis með foreldrum sínum og segir að þau hafi ekkert farið út að borða í ferðinni þar sem allt hafi orðið miklu dýrara strax.

Þórhildur var á leið til Þýskalands í nám og hafði verið dugleg að spara. Á einum degi breyttust átta þúsund evrur í þrjú þúsund evrur.

Þetta stórskemmtilega innslag Berglindar úr vikunni má finna á vef RÚV með því að smella hér.

Auglýsing

læk

Instagram