Rúrik fékk M&M með myndum af andliti sínu í jólagjöf frá aðdáanda

Rúrik Gíslason sló í gegn eftir HM í Rússlandi í sumar en í dag er hann með yfir milljón fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram. Rúrik eignaðist aðdáendur um allan heim. Aðdáendur hans eru komnir í jólaskap og farnir að senda honum gjafir en Rúrik fékk meðal annars M&M sælgæti með nafni sínu og andliti í gjöf.

Kappinn sýndi frá gjöfum frá aðdáendum á Instagram síðu sinni í gær en auk M&M sælgætisins ótrúlega fékk hann meðal annars armband og málverk.

Rúrik er í dag með um 1.1 milljón fylgjenda á forritinu.

Auglýsing

læk

Instagram