Auglýsing

Rúrik um Instagram: Hef kannski ekki verið alveg nógu duglegur að fylgja þessu eftir

Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu er mættur til landsins ásamt liðsfélögum sínum í íslenska landsliðinu en undirbúningur er nú í gangi fyrir leiki gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins.

Í viðtali á miðlinum Fótbolti.net var Rúrik meðal annars spurður út í þáttöku sína í sjónvarpsþáttunum Atvinnumennirnir okkar, en þar var hann á meðal þess íþróttafólks sem heimsótt var af Auðunni Blöndal. Þar fékk landinn færi á að kynnast Rúriki enn betur.

„Það var gaman að fá hann í heimsókn. Ég hef ekkert verið alltof hrifinn af því að opna mig alltof mikið út á við. Það var kannski kominn tími á það og leyfa fólki að kynnast manni,“ sagði Rúrik.

Rúrik vakti eins og alþjóð veit gríðarlega mikla athygli í kringum Heimsmeistaramótið í knattspyrnu síðastliðið sumar. Hann segir þó að lætin í kringum Instagram reikning sinn hafi róast talsvert niður.

„Þetta var dálítið crazy síðasta sumar en síðan róast þetta eins og hvað annað. Ég hef kannski ekki verið nægilega duglegur að fylgja þessu eftir.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing