Auglýsing

Sænska karlalandsliðið í fótbolta fordæmir kynþáttahatur: „Óásættanlegt að börnin mín og fjölskylda fái morðhótanir”

Sænska landsliðið í knattspyrnu hóf æfingu sína í gær á öðruvísi hátt en vanalega. Leikmenn liðsins notuðu tækifærið og fordæmdu kynþáttahatur sem leikmaðurinn Jimmy Durmaz hefur orðið fyrir. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Sænski landsliðsmaðurinn Jimmy Durmaz varð fyrir kynþáttahatri og hótunum á samfélagsmiðlum eftir leik Svíþjóðar gegn Þýskalandi á HM. Durmaz braut af sér á lokamínútum leiksins og Þjóðverjar skoruðu í kjölfarið sigurmark leiksins. Durmaz fæddist í Svíþjóð en á tyrkneska foreldra.

Jimmy ávarpaði blaðamenn fyrir æfingu liðsins í gær. Janne Andersen, þjálfari liðsins, sagði að hann og allir liðsfélagar Durmaz væru sammála því sem Durmaz hefði að segja og styddu hann hundrað prósent.

„Ég er atvinnumaður í fótbolta og við þolum gagnrýni, það er eitthvað sem við þurfum að lifa með á hverjum degi. En að vera kallaður helvítis útlendingur, hryðjuverkamaður, að börnin mín og fjölskylda fái morðhótanir, þetta er óásættanlegt,” sagði Durmaz.

„Ég er sænskur og ég klæðist sænsku treyjunni stoltur. Ég vil þakka þeim sem hafa sýnt okkur stuðning og ást. Allt þetta yndislega fólk sem smitar gleði út frá sér. Við stöndum saman, við erum Svíþjóð.”

Þegar Durmaz lauk máli sínu létu liðsfélagar hans í sér heyra og eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi voru skilaboðin voru einföld. Svíþjóð og Sviss mætast klukkan 14:00 í dag í 16 liða úrslitum HM.

Myndband af ræðu Durmaz má sjá hér að neðan

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing