Auglýsing

Sara Heimis giftist Rich Piana: „Ég er loksins búinn að finna réttu manneskjuna“

Vaxtaræktartröllið Rich Piana og vaxtaræktarkonan Sara Heimisdóttir ætla að ganga í það heilaga í september.

Piana tilkynnti aðdáendum sínum það á Youtube á dögunum en þar er hann með hátt í 500 þúsund áskrifendur. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

„Ég er með klikkaðar fréttir,“ segir hann.

Ég er að fara að gifta mig. Þið vitið hver það er, Sara sem er úti um allt á Instagram-síðunni minni. Við erum saman allan sólarhringinn.

Piana segir frá því að áður en hann kynntist Söru hafi hann íhugað að flytja út úr glæsihýsi sínu þar sem hann var afar einmana.

„Svo kom Sara í líf mitt og flutti inn. Við eyðum hverri sekúndu saman og eigum stórkostlegt samband,“ segir hann.

Hann svarar einnig þeim sem telja að hann sé kvensamur og sé að hitta margar konur. „Allir sannir aðdáendur mínir vita að það er ekki tilfellið. Ég er loksins búinn að finna réttu manneskjuna og þetta verður sjúkt brúðkaup!“

Sjáðu tilkynningu Piana hér fyrir neðan.

Og hér má sjá þau taka á því í ræktinni

https://www.youtube.com/watch?v=F4xTpcJMlnQ

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing